Föstudagur, 8. júní 2007
Vonum að sem mest komi út úr þessu
Já þetta þykja stórfréttir. 2 ráðherrar staddir á Vestfjörðum á sama tíma og það eru næstum 4 ár í kosningar.
Nú er greinilegt að taka á í taumana með föstum tökum og er það mjög nauðsynlegt. Þá fækkar kannski "Til sölu" skiltum út í glugga í íbúðum og iðnaðarhúsnæðum í bænum. Tilfinningin hefur verið sú(A.M.K) hjá mér, að margir eru að hugsa sér til hreyfings og það hefur aukist til muna nú eftir hrinu slæmra frétta af atvinnumálum hér vestra.
En fullur hugur er í fólkinu hérna og eru allir að leggjast á eitt við að rétta úr kútnum. Við skulum vona að þessi fundur með ráðherrunum skili góðri útkomu.
Ég vona það svo innilega, því hér er best að búa!
Ráðherrar ræða við heimamenn á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 1. júní 2007
Það er hljótt
Óvenju hljótt er yfir málunum, það er staðreynd. Lítið er talað um þetta ástand í sjávarþorpunum og er eins og ekkert hafi gerst. Ef við lítum tölulega á málin á Flateyri að þá jafnast þetta á við að 35.000 manns hafi misst vinnuna á Höfuðborgarsvæðinu og ef við bætum Bolungarvík við fer talan upp í 53.000 manns!
Spáið í þessum tölum!
Jæja nýja frjálslynda og umbótasinnaða ríkistjórn, er ekki kominn tími á að láta verkin tala?
Flateyringar eru skítugu börnin hennar Evu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. maí 2007
Þá er bara að vona að þeir landi á
Flateyri og vinni aflann þar. Það væri óskastaða en einhvernvegin grunar mig að það verði ekki.
En það er skömminni skárra að þetta skuli haldast á Vestfjörðum.
Stærstur hluti kvóta Kambs áfram á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. maí 2007
Frábært
Sagði frá þessu áður og segi frá þessu aftur!
Í áætlunum er að skipið sigli til Ísafjarðar og eiga eflaust margir eftir að nota sér þessa þjónustu hérna á Vestfjörðum. Þetta ætti að stuðla að lægri fluttningskostaði fyrir okkur hérna á svæðinu. Mikið hefur verið rætt um slíka þjónustu hérna og ætti þetta að koma til móts við þá sem eru hlynntir strandsiglingum.
En og aftur takk Norðlendingar!
Strandsiglingar hefjast aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2007
Strandsiglingar hefjast
Þetta eru bara frábærar fréttir að mínu mati. Þessa leið hlýtur að mega nýta okkur Vestfirðingum til góðs :)
Takk Norðlendingar fyrir að hugsa til okkar!
Föstudagur, 25. maí 2007
Úff
Þessi hlíð er hættuleg og gott að ekki fór verr. Hefði bíllinn farið niður fyrir veg, þá hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Mikið lán í óláni hefur fylgt þessari konu og ánægjulegt að vita að hún slasaðist ekki alvarlega.
Uppfærsla af ruv.is
Bíll valt um klukkan 15 í dag af veginum um Óshlíð. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var á leið frá Bolungarvík til Ísafjarðar. Hann missti stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að það valt út af, en lenti ofan vegar, en neðan við veginn er brattlendi sem liggur beint niður í sjó. Nota þurfti klippur til að ná ökumanninum úr bílnum, sem er mjög illa farinn. Hann valt yfir grjóthindranir sem staðsettar eru ofan við veginn til að hindra að hrun úr Óshlíðinni berist á hann. Ekki er vitað um tildrög slyssins en loka þurfti veginum á meðan verið var að ná ökumanninum úr bílnum. Hann var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og slasaðist hún töluvert samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni. Hún er þó ekki í lífshættu.
Greinilega munur á fréttamennsku. En gott að heyra að hún er ekki í lífshættu.
Óshlíðagöngin eru á samgönguáætlun og bíða Bolvíkingar sem og aðrir íbúar svæðisins eftir þeim með mikilli spennu. Það verður góð samgöngubót.
Kona flutt á sjúkrahús eftir bílveltu í Óshlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 25. maí 2007
Að spila með
Ef reglurnar til að spila með eru svona, að þá er þetta eina leiðin til að eiga tilverurétt hér á Íslandi sem landsbyggð. Að vera þáttakendur í arfavitlausu kerfi og reyna að sigra aðra úgerðamenn, hafa af þeim kvótann.
Þá blæðir væntanlega einhverjum öðrum, en hvað um það, þetta eru reglurnar sem eru gefnar
Lifi Vestfirðir
Atvinnumálanefnd kannar möguleika á almenningshlutafélagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2007
Að fylgjast með er eitt
Lausnir eru annað og þær þurfa að koma hratt og fljótlega. En gott að ráðherrum er falið að fylgjast með málum og vonandi að eithvað komi út úr því. Annars gæti farið verr í einhverju öðru þorpi. Sjávarútvegsfyrirtæki í minni byggðum landsins virðast eiga í vök að verjast.
Einar hefur nú verið í þessu lengi og er hans heimabær einn af þeim sem hefur nýlega fengið að kenna á þessu og veit ég satt að segja ekki hverju hann hefur að bæta við í þessu máli, en Össur er nýtt blóð og þar er von.
Ráðherrum falið að fylgjast með þróun mála á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2007
Þessir menn eru í vinnunni sinni
Mér finnst gaman að sjá að flokksmenn Frjálslynda flokksins láta sig málefni Flateyrar varða.
Mættu allir alþingismenn gera hið sama. Ástandið þar er ekki gott og það ættu að vera nokkuð skýr skilaboð, ef halda þarf bænastund í kirkju vegna atvinnuástands, en það gerðu Flateyringar kl 17:30 í gær.
Nú þurfa Flateyringar og Bolvíkingar á styrk að halda og er ég viss um að í mörgum fleiri sjávarþorpum er svipað upp á teningnum og það sem kom fyrir hérna fyrir vestan.
Kristinn leiðir þingflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Áfram Flateyri!
Ég sagði að vísu frá þessu hérna áðan en góðar sögur eru aldrei ofsagðar. Nú gildir fyrir Flateyringa að snúa vörn í sókn og óska ég þessu sambæjarbúum mínum hinu megin við Vestfjarðagöngin alls hins besta í sinni baráttu.
Áfram Flateyri!
Nýr smábátur til Flateyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.5.2007 kl. 23:18 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Til hamingju Ísland
Jæja þá er ný ríkistjórn tekin við taumunum hérna á eyjunni. Nú, loksins vitum við Vestfirðingar hvert við eigum að snúa okkur. Spennandi verður að sjá úrlausnir á vanda Vestfjarða framkvæmdar. Af mörgu er að taka hérna hjá okkur og veitir ekki af alvöru framkvæmdum strax, áður en það verður of seint.
Hvenær verða Óshlíðargöngin boðin út?
Hvað verður um leiðina á suðurfirðina?
Vestfirðingar bíða spenntir.
Kæra ríkisstjórn, vegni ykkur vel í starfi!
Ný ríkisstjórn tekur við völdum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Vörn í sókn!
Bátur að bætast við flota Flateyrar. Margt smátt gerir eitt stórt.
Áfram svona Flateyringar!
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Vestfirðir brenna
Gæti orðið fyrirsögn innan nokkura ára, ef litla sæta olíuhreinsunarstöðin okkar fær/nær að rísa.
Spurning hvort við verðum ekki öll farin héðan þá?
En gott að engin er alvarlega slasaður þarna í Noregi og vona ég að mennirnir sem fengu reykeitrun hressist brátt.
Uppfærsla:
Fékk ábendingu frá vini Vestfjarða og ábúanda, en hann kannaði staðreyndir aðeins betur. Staðreyndin er sú að þetta er tankasvæði, en ekki stöðin sjálf. Vinna við að slökkva eldinn tók 2 tíma.
Fínar brunavarnir það :)
Hérna er heimasíða tanksvæðissins
Frétt um brunan af norskri fréttasíðu
Takk Víðir.
Mikill bruni í olíuhreinsunarstöð skammt frá Bergen í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 24. maí 2007
Til hamingju með daginn!
Hún er alveg ótrúleg hún Torfhildur. Maður sér hana enn á vappi um bæinn af og til, eldhressa.
Svona verðum við nú gömul á Vestfjörðum, því hér er gott að búa :)
Elsti Vestfirðingurinn er 103 ára í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Já nú líst mér á
Einhver rækja virðist vera í hafinu um þessar mundir. Minningarnar um 4 rækjuverksmiðjur og 3-4 frystihús á Ísafirði er farin að dofna, en svo var þetta hérna á Ísafirði í kringum 1990. Nú er eftir 1 rækjuverksmiðja og 1 frystihús. Hvað veldur, er vandi að spá?
En flott að rækjuveiði er hafin aftur og nú er bara að vona að það sé nóg af henni og verð fari að hækka....og gengið lækka.... samgöngur lagist...opna útflutningshöfn á Ísafirði aftur.....
Birtir til í rækjuiðnaði á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 23. maí 2007
Verður þetta tekið til greina?
Nú er að fá viðbrögð hjá þeim sem hafa völd til að breyta og lagfæra þessi mál.
Geðþóttaákvarðanir eru ekki af hinu góða í svona stórum hagsmunamálum sem þessum og einhvað af þessu ofurfrelsi sem kvótaeigendum er gefið, verður að hefta. Það er sárt að sjá byggðalögin leggjast í rúst vegna þeirra.
Það er engin af hinum minni sjávarbyggðum óhult á meðan kvótakerfið býður upp á þetta, hvaða byggðalag verður næst?
Unnið verði að stefnumörkun um atvinnuöryggi fiskverkafólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Öll umræða er góð
Og koma svo með framkvæmdirnar. Það er það sem við þurfum, nefndir, ráð og skýrslur eru ofnotaðar aðferðir.
FRAMKVÆMDIR TAKK!
Ráðherrar ræddu um stöðu Vestfjarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Áskorun
Ég tek undir þessa áskorun.
Vestfirðingar, sameinumst á bak við Flateyringa í baráttu þeirra, það styrkir okkur öll!
Vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða á Flateyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Leitað leiða
Það er greinilega verið að leita leiða til að bjarga því sem bjargað verður. En auðvitað verða einhverjir óánægðir ef of mikið fer á einn stað. En þannig er bara í pottinn búið að akkúrat NÚNA þurfa Flateyringar aðhald, því einn kvótaeigandi ákvað að leggja bæinn þeirra í rúst.
Já svona er nú kvótakerfið réttlátt.....eða þannig!
Annars er þetta flott lausn! - Vatn og/eða bjórverksmiðja - Frétt af bb.is
Hugmynd um að almenningshlutafélag kaupi aflaheimildir Kambs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. maí 2007
Global warming?
Já þetta er merkilegt. Að svona risa klumpur skuli falla til jarðar.
Á Ísafirði er SNJÓKOMA!
Svona er þetta þann 22. maí :)
Greinilegt að maður þarf að klæða sig vel!
Bóndinn í Lækjartúni fann stærðar ísbolta á túni eftir haglél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Kosningavefir
Þingmenn Norðvesturkjördæmis
- Sigurjón Þórðarson F
- Einar Oddur Kristjánsson D
- Jón Bjarnason V
- Kristinn H. Gunnarsson F
- Anna Kristín Gunnarsdóttir S
- Guðjón A. Kristjánsson F
- Einar K. Guðfinnsson D
- Magnús Stefánsson B
- Jóhann Ársælsson S
- Sturla Böðvarsson D
Stjórnmálaflokkar
- Íslandshreyfingin
- Frjálslyndi flokkurinn
- Samfylkingin
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Framsóknarflokkurinn
- Vinstri grænir
Ýmislegt
Vinsamlegast sendið póst ef eitthvað vantar.
- Skrifstofuhótelið Ísafirði
- Galdrasýning á Ströndum
- BoreaAdventures
- Strandir.is
- Skjaldborgarhátíðin
- Óbeisluð fegurð
- Aldrei fór ég suður
- Skíðavikan
- Víkari - Bolvísk fréttasíða
- Vaxtarsamningur Vestfjarða
- Samband Íslenskra sveitafélaga
- Vestfirðir á Wikipedia
- Fjórðungssamband Vestfjarða
- Háskólasetur Vestfjarða
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða
- Fjölmenningarsetur Vestfjarða
- Hvetjandi hf. eignarhaldsfélag
- Atvinnuþróunarsetur Vestfjarða
- Alþingi Íslendinga
- Bíldudalur
- Patreksfjörður
- Suðureyri
- Flateyri
- Þingeyri
- Bæjarins Besta
- Landsbyggðin lifir
- Hrellir
Sveitarfélög
Vinsamlegast sendið póst ef eitthvað vantar.
- Tálknafjarðarhreppur
- Strandabyggð
- Reykhólahreppur
- Vesturbyggð
- Ísafjarðarbær
- Bolungarvík
- Súðavíkurhreppur
Bæjarstjórar og sveitastjórar
Vinsamlegast sendið póst ef eitthvað vantar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Agnar Freyr Helgason
- Albertína Friðbjörg
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Guðrún Edvardsdóttir
- Anna Guðrún Gylfadóttir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Auðun Gíslason
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Ársæll Níelsson
- Ása Richardsdóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu
- Baldur Smári Einarsson
- Benedikt Halldórsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Emil Traustason
- Björn Heiðdal
- Björn Ingi Hrafnsson
- Blúshátíð í Reykjavík
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Dofri Hermannsson
- Einar Ben
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Eurovision
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fulltrúi fólksins
- Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp
- gudni.is
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Þórðarson
- Halldór Sigurðsson
- Hallur Magnússon
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haukur Már Helgason
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Þór Magnússon
- Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íris Lind Sæmundsdóttir
- Íslandshreyfingin - lifandi land
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhann H.
- Jón Atli Magnússon
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Svavarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Klara Nótt Egilson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján S Elíasson
- Limbó
- Linda Pé
- Lýður Árnason
- Magnús Már Einarsson
- Margrét Sverrisdóttir
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- OM
- Óli Björn Kárason
- Ómar Már Jónsson
- Ómar Ragnarsson
- Óskar Helgi Helgason
- Paul Nikolov
- Pálmi Gunnarsson
- perla voff voff
- Pétur Gunnarsson
- Púkinn
- Raggi
- Ragna Jóhanna Magnúsdóttir
- Rannveig Þorvaldsdóttir
- Rósa Gréta Ívarsdóttir
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Sara Dögg
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigrún Einars
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skafti Elíasson
- Sóley Tómasdóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Steingrímur Rúnar Guðmundsson
- Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
- Stjórnmál
- Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
- The suburbian
- Trúnó
- Valdimar Sigurjónsson
- Vefritid
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- visiticeland@hotmail.com
- Þorleifur Ágústsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Þórður Runólfsson
- Þórður Steinn Guðmunds