Leita í fréttum mbl.is

Óskylt Vestfjörðum

Allavega komu þeir ekki vestur. En Vestfjarðabloggarinn fór hinsvegar suður um helgina og rakst einmitt á 5 harmonikkuleikara sem voru að betla. Ég náði samt ekki mynd nema af 4 og hér eru þær:

Þessi hér að ofan fékk 100 kall. 

Brilliant. 


mbl.is Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lionsmenn á Patreksfirði styrkja framhaldsskóladeild

Það er sem fréttirnar séu að verða jákvæðari hérna fyrir vestan. Spurning hvort það haldi svona áfram eftir kosningar. Það steðja samt mörg vandamál að og því skal ekki gleymt!

Frétt af bb.is

Tillaga Lionsklúbbs Patreksfjarðar


Jón Ólafsson á leið til Vestfjarða

Þeir sem eru hvað duglegastir að koma til Vestfjarða alveg óumbeðnir eru tónlistarmenn. Löngum hafa þeir verið duglegir að láta sjá sig og spila fyrir okkur Vestfirðingana. Nýjasta dæmi þess er að sjálfsögðu Aldrei fór ég suður tónlistarhátíðin, en engin hljómsveit fær borgað fyrir að spila á henni.

Nú er Jón Ólafsson á leið til Vestfjarða og hefur hann oft komið áður.

Hvet Vestfirðinga til að fjölmenna á tónleika kappans!

Frétt af bb.is


Háskóli unga fólksins fær styrk frá Ísafjarðarbæ

Smellin hugmynd og uppbyggjandi. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar fær fjöður í hattinn fyrir þetta.

Frétt af bb.is 


Óbeisluð fegurð = Big success!

Maður segir bara vá, vá, vá vá!

Frábær árangur þessi keppni og það söfnuðust 497.000 kr!

Allur ágóði af keppninni rennur óskipt til Sólstafa Vestfjarða, systursamtaka Stígamóta. Stelpurnar í Sólstöfum eiga þetta svo sannarlega skilið og óskar Vestfjarðabloggarinn þeim til hamingju með þetta. 

Blogg formanns(KONU) Óbeislaðrar fegurðar - Matthildur Helgadóttir

Frétt af solstafir.is

Frétt af bb.is

Vefsíða Óbeislaðrar fegurðar


Stóriðjulausir Vestfirðir

Þannig að...engin stóriðja, enginn hagvöxtur ?

Við vorum í -6% á meðan landið var í meðaltali 29%. Höfuðborgarsvæðið fór í 49%. 


mbl.is Fjármálaráðherra: Stóriðja ekki forsenda framfara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spýtan ehf

Vona að þarna sé ekkert alvarlegt á ferð. Verktakarnir sem vinna að lagfæringu Alþingishússins eru frá Spýtunni ehf og koma þeir hérðan að vestan, nánara tiltekið frá Ísafirði.

Tók meðfylgjandi mynd á föstudaginn síðastliðinn:



mbl.is Slökkvilið kallað að Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

3 störf!!

Það vantar fólk til vinnu í Háskólasetri Vestfjarða. Þetta er 3 stöður og má lesa meira um þær hér.  Það er einhvað að gerast greinilega, nú verður fólk að sækja um!

Hér má sækja starfslýsingu á pdf.

Byggjum saman skemmtilegan....Háskóla Vestfjarða....það hlýtur að koma að því.


Stjórnmálaflokkarnir eiga að svara Vestfirðingum

Grímur Atlason bæjarstjóri í Bolungarvík bloggar

Sjá einnig frétt á bb.is

Nokkuð góðar spurningar og væri gaman að sjá formenn flokkana svara þeim.  Þá get ég kannski ákveðið mig hvað ég á að kjósa!

Spurningar Gríms:

  1. Kemur flutningsjöfnun í formi strandsiglinga eða eftir öðrum leiðum til greina og þá með hvaða hætti?
  2. Á að stofna Háskóla á Vestfjörðum - hvaða deild(ir) og hvenær?
  3. Þarf að auka tekjustofna sveitarfélaga - hvaða og hvenær?
  4. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í skattamálum?
  5. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í samgöngumálum?
Svarið þið nú og vinnið ykkur inn prik.

Vestfirðir fóru í frí!

Allavega á moggablogginu. En ekki Vestfirðir sjálfir, þeir greinilega héldu áfram lífsbaráttu sinni, en margt hefur gerst um þessa helgi. Vestfjarðabloggarinn þurfti að bregða sér í borg alsnægtanna. Var rennt út hlaði frá Ísafirði á fimmtudag og var ferðin suður eins og tímaferðalag. Þegar ég kom af kjálkanum á Brú í Hrútafirði, var eins og ég hefði ferðast 10 ár fram í tímann. Veit ekki afhverju, þetta var bara tilfinningin.

Ætla hér að stikla á stóru þeim fréttum og greinum sem hafa verið póstað í fjölmiðlum.

Bloggin anga öll af þungri pólitík síðustu daga, læt þau vera sem ég missti af, nema ef þú lesandi góður, veist um einhvað virkilega gott blogg um fjórðunginn, láttu það flakka á mig

Afsakið fjarveruna (Viss um að sumir hafa verið pásunni fegnir) :)

Fréttir: 

Frétt af bb.is - Verk-Vest: Bregðast þarf við af fullum þunga

Frétt af bb.is - Nýr hluti tetra kerfisins bætir fjarskiptasamband á Barðaströnd

Frétt af bb.is - Rannsóknaverkefni Matís, HG og Álfsfells gefur góða raun

Frétt af bb.is - Sjávarútvegsráðherra vongóður

Frétt af bb.is - Atvinnuhorfur í Bolungarvík ræddar á fjölmennum borgarafundi

Frétt af bb.is - Rauði krossinn með nýtt verkefni á Vestfjörðum

Ein sniðug með af bb.is - Ísafjarðarbær fyrsta sveitarfélagið til að nefna hverja stoppistöð

Frétt af strandir.is - Samið um framkvæmdir í Bæjarhreppi

Greinar:

Kristján Pétursson skrifar á bb.is - Háskóla á Ísafjörð

Jón Bjarnason skrifar á strandir.is - Stórátak í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Kristinn H. Gunnarsson skrifar á bb.is - Váboðar Sjálfstæðisflokksins

Steinþór Bragason skrifar á bb.is - Viðauki við samgönguáætlun(birt áður af strandir.is)

Gróa Haraldsdóttir skrifar á bb.is - Þrír ráðherrar, gulls ígildi 

 

 


Opið hús hjá Verkalýðs og sjómannafélagi Bolungarvíkur

Verkalýðsfélagið í Bolungarvík hefur opið hús vegna alvarlegs ástands í bæjarfélaginu í atvinnumálum.

Frétt af vikari.is

Frétt af bolungarvik.is

Ég óska Bolvíkingum alls hins besta í baráttu sinni.


Auglýsingar og gott málefni.

Það er gott þegar brottfluttir Vestfirðingar beina viðskiptum sínum hingað heim. Hann Gunnar Pétur er Sölu og Markaðstjóri Borgarnes Kjötvara og stendur sig eflaust mjög vel í því starfi enda duglegur piltur hér á ferð.

Meira svona Vestfirðingar, hér eru nokkrir neytendur og ábyggilega ágætis markaður!

Gunnar Pétur bloggar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband