Leita í fréttum mbl.is

Heitir Vestfirðir

Hérna á norðanverðum Vestfjörðum var einnig heitt og minnti sumarið á sig í sinni fallegustu mynd. Langar að benda aftur á myndirnar sem ég tók á Þingeyri í gær. 15-16 stiga hiti og sól.....Það verður ekkert mikið verra veður í dag sýnist mér.

Nú förum við Vestfirðingar að sjá ferðamenn og vona ég að þeir komi sem flestir í ár, við höfum allt að bjóða!

Sjá myndir frá Þingeyri 28.04.07 


mbl.is Hitamet slegið í Stykkishólmi í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndasyrpa - Þingeyri


Eins og ég sagði frá í gær, að þá skelltum við hjónin okkur á Þingeyri í gær. Lentum í frábæru veðri og skoðuðum Þingeyri og nágrenni mjög vel. Tók þarna 16 mynda syrpu og setti ég þær núna í albúm sem auðvelt er að skoða á netinu. Mun þægilegra heldur en að troða þeim öllum hérna í færsluna.

Hvet alla til að skoða panorama myndina af Haukadal og hugsanlegt stæði olíuhreinsunarstöðvarinnar...smella hér!

En hérna er Þingeyrarsyrpan, takk fyrir mig Þingeyri, fínar pylsur í Ess.....nei Enn einn skálanum ykkar!

Myndasyrpa - Þingeyri


Hugsanleg staðsetning olíuhreinsunarstöðvar?

Við frúin og barnið skelltum okkur í bíltúr til Þingeyrar í dag. Tilefnið var ekkert....nema taka myndir og skoða "úthverfi" Ísafjarðarbæjar. Veðrið var með besta móti, 15 stiga hiti og nánast logn. Tók nokkrar myndir í bænum sjálfum sem ég ætla að birta hérna á morgun, en núna ætla ég að birta aðra mynd sem ég tók í Haukadal, sem er í um 10 mínútna aksti frá Þingeyri. Þetta er panorama af dalnum sem ég saumaði saman úr 6 myndum.

B.T.W: Þetta er einn fallegasti dalur sem ég hef séð og þarna er einhver byggð, sennilega sumarbyggð sem þyrfti pottþétt að víkja. 

Einhvernvegin sé ég ekki fyrir mér olíuhreinsunarstöð þarna......en þið?

Haukadalur panorama

Dæmi nú hver fyrir sig!


Kannski 10 störf

10 störf þegar allt er komið í gang. Ekki veitir af og vonum bara að þetta leiði gott af sér fyrir íbúa Bíldudals.
mbl.is Kalkþörungaverksmiðja tekin til starfa á Bíldudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt stærsta framtakið í vestfirskri ferðaþjónustu

Eins og ég hef minnst á hérna áður, bæði í myndasyrpu og nokkrum tilvísunum að þá er Hvíldarklettur á Suðureyri að gera mjög góða hluti í ferðaþjónustunni hérna vestra. Miklu hefur verið slegið til og er þetta verkefni upp á 400 milljónir króna.

Hér er tilkynning frá Hvíldarkletti:

Framgangur þessa verkefnis hefði ekki verið mögulegur nema með samstilltu átaki allra aðila og sem smá þakklætisvott til bæjaryfirvalda og íbúa svæðisins hafa aðstandendur verkefnisins ákveðið að gefa allt að 100 flugsæti á flugleiðinni Ísafjörður til Reykjavíkur, 50 sæti þann 1. maí og 50 sæti þann 15 maí 

Frétt af bb.is

Build it and they will come! 


NV-kjördæmi: Frjálslyndir kæmu ekki manni inn

Ný skoðanakönnun af ruv.is

Vestfirðir í geiminn

Við gætum alveg eins verið þar enda varla á Íslandskortinu :)

Góða ferð Scotty! 


mbl.is Scotty skotið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óshlíðargöng boðin út í haust

Samgöngubætur fyrir Bolungarvík eru löngu tímabærar enda búa þeir við mjög erfiða Óshlíð sem getur verið mjög hættuleg. Þar eru tíð snjóflóð á veturna og grjóthrun á sumrin.

Loksins er röðin komin að víkurum :)

Frétt af vikari.is 


Áfram Bíldudalur

Vona að þetta sé til að tylla undir örugga atvinnu fyrir Bíldælinga og nágranna. Ekki veitir af hérna fyrir vestan, að stöndug fyrirtæki nái fótfestu. Flott að fá svona vottun, lífrænt er "inn" í dag.

Til hamingju Bíldudalur! 


mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið ehf. fær vottun frá Túni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðin svarar

Enda flugvöllurinn okkar. Það erum við sem notum hann og er þetta eitt mesta öryggi landsbyggðamanna við sjúkrahús höfuðborgarinnar okkar. Og svo maður tali nú fyrir Vestfirði, að þá eru samgöngur á vegum.......

 

Sjá einnig á ruv.is 


mbl.is Yfir 60% landsmanna telja að flugvöllur eigi að vera í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sárt en höfum séð það svartara

Það er mikill hugur í Bolvíkingum, eins og alltaf. Þeir  þurfa að taka á stórum missi í atvinnulífinu, en 48 störf eru að hverfa úr bænum. En þeir ætla að spýta í lófana og vinna sig úr þessu sem og öðru!

Gangi ykkur vel kæru nágrannar!

Frétt af visir.is 


Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða á Tálknafirði

Daginn góðir hálsar.

Fundurinn hefst á því að fulltrúar stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram á Vestfjörðum kynna stefnu flokkanna í ferðamálum og sitja fyrir svörum. Við skulum vona að þeir segi einhvað af viti!

Frétt af bb.is 


Í vestfirskum fréttum er þetta helst

Hér koma svo fréttirnar af Vestfjörðum af ruv.is.

Vil ég í leiðinni þakka Finnboga Hermannssyni fyrir vel unnin störf á Svæðisútvarpi Vestfjarða og óska ég Guðrúnu Sigurðardóttur vefarnaðar í nýju starfi sem forstöðumaður RUV á Ísafirði.

Sjá frétt af bb.is 


Brunaæfing í Hnífsdal í kvöld - Myndasyrpa

Skellti mér á æfingu Slökkviliðsins í Ísafjarðarbæ í kveld og tók nokkrar(233) myndir. Þarna voru vaskir drengir á ferð og komu þeir ú öllum bæjarkjörnum Ísafjarðarbæjar, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Ísafirði.

Var gaman að sjá hversu vel þeir kunnu til verka og var öll vinna vel skipulögð og þaulæfð. Ansi stórt bál myndaðist og var gaman að mynda þetta í bak og fyrir.

Frétt af bb.is 

Ef þið nennið getið þið skoðað allar myndirnar hérna, en hér kemur syrpan:


 

 


West Ham vs. Bolunga(r)vík

Þetta finnst mér segja ýmislegt.......

Berglind Steinsdóttir bloggar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband