Leita í fréttum mbl.is

Vestfirðir

Stuðningssíða fyrir vestfirði. Hér verður safnað saman á einn stað tenglum á greinum sem skrifaðar eru um baráttu Vestfjarða. Einnig verður bloggvinalistinn notaður til að benda á bloggara sem láta sig málið varða ef bloggari vill. Sendið mér póst ef þið viljið komast á listann. Einnig ef þið viljið að ég tengi í síður sem eru ekki á moggablogginu. Vestfjarðabloggið væri líka alveg sátt við að komast á blogglista ykkar.

Ályktun "Lifi Vestfirðir":

"Opinn borgarafundur, haldinn í Hömrum á Ísafirði sunnudaginn 11. mars 2007, skorar á fulltrúa Vestfirðinga á alþingi og í sveitarstjórnum, hvar í flokki sem þeir standa, að taka höndum saman, leggja flokkspólitísk ágreiningsefni til hliðar og sameinast um þau brýnu úrlausnarefni sem við blasa í atvinnu- og byggðamálum hér á Vestfjörðum.  Fundurinn krefst þess að stjórnvöld standi við marg- ítrekuð loforð og stefnumótun um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins af þremur byggðakjörnum utan höfuðborgarsvæðisins. Ennfremur að þessu svæði verði settar sanngjarnar leikreglur með ákvörðunum um nauðsynlegar framkvæmdir í samgöngumálum, tilfærslu opinberra starfa og eðlilegt aðgengi að fjármagni.  Mikið vantar á að þetta landsvæði njóti jafnræðis á við aðra landshluta varðandi samgöngur, fjarskipti, flutningskostnað, menntunarkosti og almenn skilyrði í atvinnulífi.  Beinir fundurinn því til frambjóðenda stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi að mæta til kosningabaráttunnar nú í vor með haldbærar tillögur um framtíð byggðar á Vestfjörðum.   Við köllum eftir samstöðu þings og þjóðar gagnvart þeim vanda sem Vestfirðingar standa nú frammi fyrir."

Takk fyrir áhugann.

 

PS: Þetta blogg er ekki tengt neinu stjórnmálaafli. Ef fjórðungurinn er uppihald greinar eða bloggs er það birt hér, sama um hvaða persónu eða flokk er að ræða. 

 

Eigandi vestfirdir.blog.is heitir Ágúst G. Atlason og er búsettur á Ísafirði. 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ágúst Guðmundur Atlason

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband