Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Guðmundur Sveinsson 1913-1987

Guðmundur Sveinsson var afi minn. Ég er stoltur af uppruna mínum og var afi alltaf hetjan mín. Hann var maðurinn sem gat allt og gekk hann mér í föðurstað, má segja. Traustur og duglegur maður sem elskaði fjölskyldu sína afar mikið. Hann dó sama dag og hann varð 74 ára.

Hann var hversdagshetja.

Nú hafa börn hanz, þau Magni Örvar, Anna Lóa, Þórdís(móðir vor) og Sveinn gefið bikar sem afhentur  er þeirri konu er vinnur 50km göngu kvenna í Fossavatnsgöngunni, en hún er nýafstaðin núna um helgina. Þessi bikar er til minningar um hann afa og þeirri vinnu er hann lagði til skíðaíþróttarinnar hérna á Ísafirði.

Hérna er ræðan sem móðir vor fór með við afhendingu bikarins:

Þessi bikar sem er afhentur hér í fyrsta skipti er gefin til minningar um föður okkar Guðmund Sveinssonar netagerðarmeistara frá Góustöðum hann var fæddur 9 apríl 1913 og lést 9 apríl 1987.  Hann var mikil áhugamaður um skíðaíþróttir og var formaður Skíðafélags Ísafjarðar  í fjölmörg ár. Þar tók hann þátt í byggingu og rekstri Skíðaskálans og skíðalyftanna á Seljalandsdal. Hann vann mikið við skíðamót mest göngumót og lagði oft göngubrautir á innanhéraðsmótum og landsmótum. Einnig lagði hann nokkrum sinnum brautina fyrir Fossavatnsgönguna. Óhætt er að segja að hann hafi að öðrum ólöstuðum verið ein aðal driffjöðurin á bak við uppbyggingu skíðasvæðisins á Seljalandsdal á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann var mikill útvistarmaður og hafði þá trú að skíðaiðkun væri best til þess fallinn að sameina fjölskylduna úti í náttúrunni í skemmtun sem keppni.  Hann hvatti því óspart til skíðaiðkunar og að fólk nýtti sér aðstöðuna á Seljalandsdal sem hann taldi að væri sú besta sem völ væri á hér á landi.
 
Bikarinn er farandbikar sem veittur er fyrir besta árangur íslenskra kvenna í 50 km keppni í Fossavatnsgöngunni.
 
Við systkinin, viljum þakka forsvarsmönnum Fossavatnsgöngunnar fyrir þetta tækifæri til að minnast föður okkar.

Svo má geta þess að það var hún Stella Hjaltadóttir sem vann bikarinn núna um helgina. Þessi skíðakona hefur lengi verið stolt okkar Ísfirðinga í göngunni og er engin betur komin að því að vinna þennan bikar í fyrsta skipti en hún.

Til hamingju Stella!


Bæklingum og upplýsingum safnað saman

Í fréttatilkynningu frá Upplýsingamiðstöð ferðamála á Hólmavík kemur fram að nú er verið að safna saman kynningarbæklingum ferðaþjóna og annarra fyrirtækja á Ströndum fyrir sumarið.

Frétt af strandir.is 


Einstakt tækifæri - Staðarkirkja í Aðalvík

Leitað er eftir sjálfboðaliðum í lagfæringar á Staðarkirkju í Aðalvík á tímabilinu 17 júní til 21 júlí. Fríar ferðir í Aðalvík frá Ísafirði og húsnæði og fæði í boði líka.

Þetta er einstakt tækifæri til að komast í ósnerta náttúru Vestfjarða á ódýran hátt  og láta gott af sér leiða.

Nánari upplýsingar á bloggi Henrý Bæringssonar 


Ásel styrkt af nýsköpunarmiðstöðinni Impru

Ásel er ört vaxandi fyrirtæki hérna á Vestfjörðum. Hafa þeir verið að hanna nýja gerð af gólflögn og hafa fengið til þess styrk frá Impru.

Til hamingju Ásel!

Frétt af bb.is 


Húrra Matís!

Þetta líst mér vel á! 3 störf hingað vestur, það er snilld. Enda engin vanþörf á og líst mér vel á þetta samstarf við atvinnulífið hér og hjálpa okkur við að skapa verðmæti hérna í byggðalaginu.

Húrra Matís!

Matís óskar eftir starfsfólki <-- Sækja um!

Bendi svo á bloggsíðu Dr. Þorleifs Ágústssonar en hann starfar hjá Matís hérna á Vestfjörðum. 


mbl.is Matís eflir rannsóknastarf sitt á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband