Leita í fréttum mbl.is

Myndasyrpa frá Ísafirði og Suðureyri 22.04.07

Vestfjarðabloggarinn ætlar að birta myndasyrpur frá eins mikið af bæjum á Vestfjörðum og hann kemst yfir að fara til. Ef einhverjir nenna að smella myndasyrpum úr þeirra heimabæjum af og til að þá má senda mér myndirnar á vefpóstfangið vestfirdir@gusti.is

Þá er ég að meina bæjarfélög sem eru lengra frá eins og t.d Patró, Tálknafirði og Bíldudal. Eins vantar mig hinu megin á Vestfjörðum, Strandapartinn, Hólmavík og Drangsnes. 10 myndir væri mjög gott í syrpuna. Taka myndir af því góða sem er að gerast en einnig má alveg fylgja með það sem farið er úr bæjarfélaginu eða betur mætti fara ef myndatökumanni sýnist sem svo.

Smá útskýring með hverri mynd er nauðsynleg og verður að fylgja. Vera bara nógu skapandi og hafa gaman að þessu. Eins er ég að safna myndum hérna í toppinn og ef þú hefur ekki rekist á það sem þér finnst að eigi að vera þarna og það tilheyrir Vestfjörðum, endilega sendu mér það!

Takk fyrir lesturinn og hér kemur myndasyrpa nr: 1. Veðrið var ekki upp á sitt besta en hvað um það.

Sumarhús Hvíldarkletts

Hvíldarklettur reisir Sumarhús, heil 12 stykki. Húsnæði Eimskipa og Flytjanda í bakgrunni.

Skipasmíðastöðin

Skipasmíðastöðin á ísafirði. Skiltið utan á húsinu segir Skipanaust. Veit lítið um rekstur þarna.

Ásel

Ásel á ísafirði er stöndugt fyrirtæki í eigu Ásthildar og Ella Skafta ásamt börnum að ég best veit. Skafti sonur þeirra stjórnar þar. Þau reka steypustöð, garðplöntusölu og alla þjónustu í kringum þann bransa.

innlæst skip

Hér má sjá skip sem verið er að gera tilbúið undir sjóför og veiðitímabil. Skilaboð myndarinnar gæti skírskotað í vanda ýmissa byggðalaga hér á Vestfjörðum. Báturinn er þarna og fiskurinn einnig, en ég má ekki róa.

Frakt

útskipun

Verið að að setja unna fiskivöru um borð í þetta skip sem heitir Framnes. Ekki veit ég hverju var verið að skipa út.

Marel

Húsnæði Marels á Ísafirði. Þarna missa 20 manns vinnuna í september.

Höfnin

 Ísafjarðarhöfn, polls megin. Þegar ég var krakki og unglingur, þá iðaði þetta svæði af lífi. Togari við togara og rækjubátarnir á sumrin fylltu kanntinn sem er nær á myndinni. Þarna má sjá skútuna frá Borea Adventures strákunum. Frábært framtak hjá þeim. Endilega skoðið vefsíðuna þeirra.

Suðureyrarhöfn

Suðureyrarhöfn. Það má sjá kirkju þeirra Súgfirðinga í bakgrunni. Þarna eiga eftir að koma nokkrir sjóstangaveiðibátar. Miklar fjárfestingar og bjart framundan á Suðureyri.

Suðureyri

Séð upp hlíðina á Suðureyri. Gaman að skoða bæ fiskimannsins Bobby!

Sundlaug

Sundlaugin á Suðureyri er skemmtileg og vinsæl. Kirkjan í bakgrunni.

Norðureyri

Mig minnir að þetta sé kallað Norðureyri. Allavega þá trúlofaði ég mig þarna. Varð að láta þetta fylgja með:)

Suðureyri

Séð inn Súgandafjörðinn.

Út fjörðinn

Séð út Súgandafjörinn. Fjallið Göltur er þarna hægra megin.

Vestfjarðagöngin Ísafjarðarmegin

Vestfjarðagöngin. Munninn Ísafjarðarmegin. Við hliðina hægra megin er skíðasvæði Ísfirðinga.

 Ísafjörður

Home sweet home........... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband