Leita í fréttum mbl.is

Spurningar Gríms Atlasonar

Það er stjórnmálafundur á Stöð 2 í kvöld með formönnum allra flokkanna. Fólki er leyfilegt að senda inn spurningar til formannanna. Mér leist mjög vel á spurningarnar hans Gríms Atlasonar Bæjarstjóra í Bolungarvík. Þannig að ég sendi þær og vonandi verður einhvað af þeim svarað.


Ég vona að Grímur sé ekki ósáttur við þetta, en spurningarnar voru opinberar og nokkuð góðar.

Einnig hvet ég alla Vestfirðinga til að senda inn spurningar á póstfangið island@365.is

Hérna eru spurningar Gríms:

  1. Kemur flutningsjöfnun í formi strandsiglinga eða eftir öðrum leiðum til greina og þá með hvaða hætti?
  2. Á að stofna Háskóla á Vestfjörðum - hvaða deild(ir) og hvenær?
  3. Þarf að auka tekjustofna sveitarfélaga - hvaða og hvenær?
  4. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í skattamálum?
  5. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í samgöngumálum?

Ef þessum spurningum verður svarað á sannfærandi hátt, þá er mitt atkvæði þeirra!

Nú er bara að vona að spurningarnar verði notaðar í þættinum.

Fundurinn hefst laust fyrir klukkan sjö og er í opinni dagskrá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband