Leita í fréttum mbl.is

Tölum saman á xd.is

Vestfjarðabloggarinn sendi inn spurningar á vef Sjálfstæðisflokknins og fékk þeim loks svarað í dag.

Einnig er þarna spurning frá Sigurði nokkrum af Ströndum væntanlega. Látum hans spurningu fylgja með:

Ágúst:
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að beita sér einhvað sérstaklega í málum Vestfjarða?

Sigurður:
Ég vil byrja á að þakka þetta framtak en langar til að spyrja að hvort sjálfstæðisflokkurinn ætlar að setja meiri peninga og eða störf til lítilla sveitarfélaga eins og t.d. Strandabyggðar.


Svar Þogerðar Katrínar og/eða Geirs H. Haarde:

Stjórnvöld og fulltrúar sveitarfélaga á Vestfjörðum hafa á undanförnum árum beitt sér fyrir ýmsum aðgerðum til uppbyggingar á Vestfjörðum. Í því sambandi má nefna stofnun háskólaseturs og þróunarseturs á Ísafirði og gerð Vaxtarsamnings Vestfjarða til aukinnar samkeppnishæfni og sóknar. Aðstæður til atvinnu og búsetu hafa verið greindar og framtíðarsýn íbúaþróunar er að fyrir árið 2020 verði íbúatala Vestfjarða um 8.300.
Þá hafa stjórnvöld ákveðið að verja á næstu fjórum árum allt að 13 milljörðum króna til framkvæmda við vegi, fjarskipti og snjóflóðavarnir.
Horft er til þess að blása fólki í brjóst aukna bjartsýni um framtíð svæðisins og lögð áhersla á að efla til að mynda starfsemi opinberra stofnana, m.a. á sviði menntunar, rannsókna og nýsköpunar sem í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu geti snúið við atvinnuþróun til aukinnar verðmætasköpunar

Takk fyrir svörin.

Dæmi nú hver fyrir sig.

Hér má lesa spurningar og svör manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband