Leita í fréttum mbl.is

Kjördagur 12. maí

Gleðilegan kjördag! 

Það er stór dagur framundan. Þá munu Íslendingar ganga til kosninga. Fyrir mér eru þetta fyrstu kosningarnar sem ég fylgist náið með frá upphafi til enda. Ég komst að því að mér þykir þetta bæði spennandi og skemmtilegt. 

Mér líður betur með að vita hvað er að gerast í samfélaginu í kringum mig. Ég hef líka verið að mynda mér skoðanir og reyna að finna fólk sem ég er sammála. Það má kalla þessar kosningar fyrir mér, leitina að mínum flokki. En vissulega hafa mínar skoðanir litast af ástandinu hérna heima. Við höfum verið að missa fólk héðan úr fjórðungnum og að mínu mati hefur margt breyst í mínum heimabæ á undanförnum árum. Ég er búinn að ákveða mig hvað ég ætla að kjósa en ætla að halda því fyrir mig yfir kosningar, þar sem ég hef reynt að vera hlutlaus á þessu bloggi. Ætli maður skelli sér ekki bara í flokkastarf eftir kosningar, ef það er einhvað hægt að nota mig.

Fólkið hérna fyrir vestan er að gera sitt besta, það er alveg á hreinu. Við erum svolítið klofin og sennilega er það bara ástandinu að kenna. Ekki ætlaði ég mér ekki að vera með neinn bölmóð, þó að mér hafi stundum hitnað í hamsi við fréttirnar sem ég hef sett hérna inn. En það góða fékk að fljóta til jafns þannig að það lyftist brúnin við það :)

Ætlunin var að sjáfsögðu sú að vekja athygli á Vestjörðum og vona ég að það hafi tekist með einhverjum hætti. Ekki voru allir sáttir við aðferðina  en við þá segi ég afsakið. Svo vil ég þakka öllum bloggvinunum fyrir að vera bloggvinir Vestfjarða. Eftir kosningar ætla ég að halda þessu áfram en í öðruvísi formi. Formið mun vera á Internetinu en það er það sem ég þekki best og sennilega gagnast ég best þar. Reyna gera einhvað sem kemur sér vel fyrir Vestfirðinga og einblína á jákvæða hluti sem eru að gerast hérna, en þeir gætu orðið ansi margir á komandi árum ef við stöndum saman í því.

Takk fyrir lesturinn. 

Ágúst G. Atlason

Þá er er það ruv-arinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband