Leita í fréttum mbl.is

Úrslit kosninga

Þá er þessum alþingiskosningum lokið. Ótrúlega spennandi kosninganótt að baki og vakti ég þangað til úrslit voru kunn. Ekki fóru þessar kosningar eins og ég hefði viljað, því að mínu mati hefur núverandi stjórn ekki staðið sig í stykkinu hérna á Vestfjörðum síðastliðin kjörtímabil og því fannst mér sjálfsagt að reyna einhvað annað. Ég ákvað að kjósa Samfylkinguna og hefur mér verið boðið að taka þátt í flokkstarfi þeirra hérna í Ísafjarðarbæ og ætla ég að taka því. Reyna að hjálpa til. Styrkja jafnaðarmannaflokk í landinu, það verður skemmtilegt verkefni.

Nú þurfa Vestfirðingar að standa saman og vonandi verður ljóst fljótlega hvert við þurfum að snúa okkur í okkar málum, að ný stjórn verði mynduð. Núverandi stjórn er aðeins of veik og beinlínis þreytt. Þjóðin hefur greinilega valið Sjálfstæðisflokkinn og það er spurning hver fer með honum í stjórn. Persónulega þykir mér svokölluð r-lista stjórn undarlegt partý, því þjóðin greinilega hafnaði Framsóknarflokknum gær.

Til hamingju Vinstri-Græn, þið eruð ótvíræðir sigurvegarar kosninganna í gær. +4 er glæsilegur árangur.

Sjálfstæðismenn, til hamingju með góð úrslit.

Frjálslyndir, fínn varnarsigur, gangi ykkur sem best. Það er þörf á ykkar rödd.

Gangi ykkur vel Framsókn.

Íslandshreyfing, skilaboðin komust til skila. 

Svo eru hérna skilaboð til Geirs og co, ekki gleyma hverju hefur verið lofað hérna í fjórðungnum, nú ríður á að standa sig.

Framtíð okkar er undir því komin.

Samfylking, takk fyrir góðar móttökur, þetta kemur :) 


mbl.is Seinagangur í talningu í Norðvesturkjördæmi ekki óeðlilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Vestfirðir
Vestfirðir

Hér má finna samansafn greina og frétta um fjórðunginn og lífsbaráttu hans. Einskonar tenglasafn. Ábendingar um greinar og tengla eru vel þegnar á vefpóstinn vestfirdir@gusti.is .

A.T.H! Smellið á tenglana til að sjá.

Ályktun "Lifi Vestfirðir" 

Skýrsla Vestfjarðanefndar

Skýrsla samgönguráðuneytis

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband